Landsmót UMFÍ 50+

Í dag var skrifað  undir samning milli UMSB, Borgarbyggðar og UMFÍ um Landsmót 50+ sem haldið verður í Borgarnesi dagana 19. – 21. júní í sumar. Meðal keppnisgreina verða hestaíþróttir. Því geta allir sem eru orðnir 50 ára farið að hlakka til og stefna á það að taka þátt í mótinu. Ekki er búið að fastsetja keppnisgreinar en vænta má …

Fræðsla og fjör 5. febr.

Fræðsluklúbbur æskulýðsnefndar Borgfirðings kynnir Við bjóðum yngri kynslóð Borgfirðings velkomna á fyrsta hitting Fræðsluklúbbsins. Fyrsti hittingur er miðvikudaginn 5. Febrúar í Vindási í Borgarnesi. Boðið er uppá stutt fræðsluerindi og vetrarstarfið kynnt og hægt að koma hugyndum á framfæri. Létt kvöldsnarl verður á staðnum og væri gaman að sjá sem flesta. Fyrsta fræðsluerindið heldur Thelma Harðardóttir en hún kynnir Fjórtakt …

KB – Mótaröðin

Þá liggur fyrir að KB mótaröðin verður haldin í vetur líkt og undanfarna vetur. Búið er að setja niður dagsetningar og keppnisgreinar. Keppt verður í þremur flokkum fullorðinna, ungmennaflokki, unglingaflokki, barnaflokki og pollaflokki.  Dagsetningarnar eru eftirfarandi: 7. mars – Fjórgangur í öllum flokkum. 21. mars – Tölt og skeið (í gegn um höllina). 4. apríl – Fimmgangur og Þrígangur (2. …

Vefur um hestamennsku

Vert er að vekja athygli á vefnum hestamennska.is . Honum er haldið úti af félaga í Borgfirðingi, Ásdísi Haraldsdóttur í Álftanesi. Þarna er að finna „allskonar“ um hestamennsku, viðtöl og fræðsluefni um flest það sem að hestamennsku lítur. Eru allir hvattir til að skoða þennan vef og fræðast af honum. Þetta er flott framtak og þarft hjá Ásdísi. Hér er …

Íslandsmót fullorðinna verður haldið í ágúst á Hellu

Hestamannafélagið Geysir heldur Íslandsmót fullorðinna og ungmenna í hestaíþróttum á Hellu dagana 12. til 16. ágúst 2020. Keppnisnefnd LH hefur gefið út lágmörk inn á Íslandsmót og vakin er athygli á því að þau hafa verið hækkuð um 0,4 frá því sem verið hefur undanfarin ár í tölti T1, fjórgangi og fimmgangi og um 0,2 í gæðingaskeiði. Það er parið, …

Landsmót á Hellu 2020

Kæru félagsmenn! Nú geta félagsmenn keypt vikupassa á Landsmót Hestamanna sem haldið verður á Hellu 6. – 12. júlí 2020 og styrkt um leið félagið okkar. Með því að kaupa í forsölu í gegnum linkinn hér að neðan renna 1.000 kr til hestamannafélagsins. Miðaverð í forsölu er aðeins 16.900 kr. https://tix.is/is/specialoffer/dfbyuznknkjok Tökum höndum saman – styðjum félagið og tryggjum okkur …

Rafveitan í Vindási og Selási

Rafveita Rarik í hesthúsahverfinu í Borgarnesi: Nú eru allir mælakassar komnir á hesthúsin og mælar í þá. Því er hægt að tengja hesthúsin við nýju rafveituna þegar rafvirki hvers hesthúss eða hesthússeiningar hefur sótt um tengingu og þar með staðfest að það er í lagi með raflagnir inn í húsinu. Gömlu rafveitunni verður lokað 10. desember 2019 þannig að þau …

Umsóknarfrestur í hæfileikamótun LH er 3. des.

Hæfileikamótun LH fer af stað í janúar 2020, þar munu koma saman til æfinga ungir og hæfileikaríkir knapar víðsvegar af landinu. Verkefnið samanstendur af 6 hópum sem verða staðsettir í hverjum landshluta fyrir sig. Fjöldi knapa í hóp er 8. Gjaldgengir í hópinn eru unglingar á aldrinum 14-17 ára (unglingaflokkur). Frábært tækifæri fyrir unga knapa til að undirbúa sig með …

Uppfærð gjaldskrá fyrir Faxaborg

Stjórn Selás ehf samþykkti nýlega breytingar á gjaldskrá Faxaborgar. Óhjákvæmilegt var að hækka gjaldskrána enda hefur hún verið óbreytt í nokkur ár. Árskort kostar nú 30 þús. Gjaldskrána er að finna á heimasíðu Faxaborgar (faxaborg.is). Stjórnin er að vinna að því að kortleggja reksturinn. Kann það að taka einhvern tíma, en stjórnin er einhuga um að koma honum á réttan …