Það hefur ekki enn gefist tækifæri til þess að boða til aðalfundar félagsins af þekktum ástæðum, og erum við ekki eina félagið sem á við þann vanda að stríða. Er ljóst að ekki verður af því fyrr en eftir 12. janúar í fyrsta lagi, fer auðvitað eftir þeim reglum sem taka þá við. Því hefur ekki verið kosið til stjórnar …
Faxaborg – opin á ný fyrir notendur
Af heimasíðu LH. Heilbrigðisráðuneytið hefur, frá og með 11. desember, veitt LH undanþágu frá reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar og heimilað hestamönnum notkun reiðhalla með vísan í undanþáguheimild um að vernda líf og heilsu dýra. Í svari heilbrigðisráðuneytisins segir: „Í 7. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 1223/2020, um takmörkun á samkomum vegna farsóttar, segir að íþróttaæfingar einstaklinga fæddra …
Staða mála í Covid19
Það hefur ekki farið framhjá neinum að afar erfitt er að halda úti eðlilegu félagsstarfi þessa dagana og mánuðina undangengna. Skv. lögum félagsins á að halda aðalfund fyrir 1. des. Eins og staðan er núna er það vandséð að það verði hægt nema fjarlægðarmörk og fjöldatakmarkanir verði mikið rýmkaðar. Við þessu er víst ekkert að gera og eiga fleiri við …
Frá meistaramóti Íslands á Hellu
Meistaramót Íslands var haldið á dögunum á Hellu. Var það opið gæðingamót. Kristín Eir Hauksdóttirt Holaker keppti þar í barnaflokki og gæðingatölti 17 ára og yngri. Var árangur hennar mjög góður – varð í 5 sæti í barnaflokki á Ísari f. Skáney og varð í 2. sæti í gæðingatölti 17 ára og yngri á Sóló f. Skáney. Myndin er af …
Opið íþróttamót Borgfirðings
Núna um helgina 10. – 12. júlí, verður haldið opið íþróttamót á velli félagsins við Vindás. Mjög mikil þátttaka er á mótinu, töluvert umfram væntingar, eða milli 230 og 240 skráningar. Af þeim sökum byrjar mótið föstudaginn 10. júlí kl. 16. Ráslista og dagskrá má finna á Kappa eða á fb síðu félagsins.
Frá Reykjavíkurmeistaramóti í Víðidal
Borgfirðingur átti þátttakendur á Reykjavíkurmeistaramóti sem hófst 29. júní og lauk 5. júlí. Kristín Eir Hauksdóttir Holaker keppti m.a. í tölti T7 og var með í tveimur efstu sætum eftir forkeppni á Sóló og Ísari, báðum frá Skáney. Hún sigraði síðan T7 glæsilega á Sóló – Eins var Klara Sveinbjörnsdóttir í A úrslitum í fimmgangi F2 – opnum flokki og …
Frá Íslandsmóti barna – og unglinga á Selfossi
Borgfirðingur átti tvo keppendur á Íslandsmóti barna – og unglinga sem haldið var á Selfossi á dögunum. Voru þetta þær Kolbrún Katla Halldórsdóttir og Kristín Eir Hauksdóttir Holaker. Var árangur þeirra hinn glæsilegasti – Kristín Eir sigraði fimi barna og Kolbrún Katla sigraði fjórgang unglinga og varð í þriðja sæti í tölti unglinga. Sérdeilislega glæsilegur árangur hjá þeim. Tveir Íslandsmeistaratitlar …
Opið íþróttamót Borgfirðings
Hestamannafélagið Borgfirðingur Opið íþróttamót Borgfirðings Hestamannafélagið Borgfirðingur heldur opið íþróttamót á félagssvæði sínu við Vindás 11. og 12. Júlí n.k. Keppt verður í eftirfarandi flokkum og greinum: Opinn flokkur – meistaraflokkur: T1, T2, V1, F1, F2, PP1 Opinn flokkur: P2 (100m. skeið – allir flokkar) Opinn flokkur 1. Flokkur: T3, T4, V2, F2, PP1 Opinn flokkur: 2. Flokkur: T7, V5 …
Hestaþing Glaðs
Hestaþing Glaðs verður haldið á reiðvellinum í Búðardal laugardaginn 27. júní næstkomandi. Mótið hefst kl. 10:00 og er opið öllum félögum í hestamannafélögum. Dagskrá: Kl. 10:00 Forkeppni 1. Tölt T3 opinn flokkur 2. Unglingaflokkur 10 mínútna hlé 3. Barnaflokkur4. B-flokkur ungmenna 5. B-flokkur gæðinga 15 mínútna hlé 6. A-flokkur gæðinga MATARHLÉ Úrslit 1. Tölt T3 2. Unglingaflokkur 3. Barnaaflokkur 4. B-flokkur …
Íslandsmót barna – og unglinga
Nú um helgina (18. – 21. júní) er Íslandsmót barna – og unglinga haldið á Selfossi. Þar taka þátt úr röðum Borgfirðings, þær Kristín Eir Hauksdóttir Holaker og Kolbrún Katla Halldórsdóttir. Lokið er keppni í fjórgangi, tölti og fimi. Er árangur okkar félaga þar frábær – Kolbrún Katla og Sigurrós f. Söðulsholti eru komin í A úrslit, bæði í fjórgangi …