FM 2021 – fyrsti dagur, 7.7.

Fjórðungsmótið hófst í morgun kl. 10. Aðstæður allar góðar og völlurinn í fínu standi og umgjörðin flott. Fyrst var forkeppni í ungmennaflokki og þar er Ísólfur Ólafsson í A úrslitum, 7. eftir forkeppni. Í b flokki gæðinga voru 10 hestar frá okkur skráðir til leiks og er Melódía f. Hjarðarholti og Elín Magnea Björnsdóttir í 3. sæti eftir forkeppni og …

Reykjavíkurmeistaramót

Reykjavíkurmeistaramótið í hestaíþróttum er orðið stærsta hestaíþróttamót á landinu. Rétt tæplega 900 skráningar voru á mótinu sem staðið hefur yfir í heila viku og lauk á sunnudeginum 20. júní. Nokkrir félagar úr Borgfirðingi voru skráðir til leiks og var árangur þeirra afar góður þegar á allt er litið. Verður hér reynt að geta þeirra sem riðu A og/eða B úrslit. …

Tiltekt á rúlluplani við Vindás.

Tilkynning vegna rúlluplans – Til stendur einhvern næstu daga að taka til á rúlluplaninu. Eru þeir sem eiga hey á svæðinu og telja að það sé nýtanlegt beðnir um að merkja rúllurnar/stæðurnar með götu og húsnúmeri. Eins eru eigendur beðnir um að koma sjálfir til förgunar ónýtum rúllum/böggum því eitthvað er farið að safnast upp af slíku. Má ella búast …

Fjórðungsmót Vesturlands 2021

Dagana 7 – 11. júlí n.k. mun Fjórðungsmót Vesturlands verða haldið hér á félagssvæði Borgfirðings við Vindás. Stefnir allt í glæsilegt mót. Fyrir utan hefðbundna keppni gæðingamóta þá verður kynbótasýning þar sem keppnisrétt eiga efstu hross úr Norðvesturkjördæmi. Eins verður Landssýning kynbótahrossa hluti af mótinu sem og opin keppni í tölti og flugskeiði. Þar fyrir utan verður eitt og annað …

Gæðinga – og úrtökumót Borgfirðings – niðurstöður

Gæðinga – og úrtökumót félagsins var haldið laugardaginn 12. júní og gekk það vel. Voru skráningar í A og B flokk góðar en hefðu mátt vera fleiri í aðra flokka. Er það áhyggjuefni að ekki fleiri börn, unglingar og ungmenni taki ekki þáttí mótum félagsins. Úrslitin eru meðfylgjandi hér – IS2021BOR192 – Allt_motid. Félagið má senda 10 þátttakendur til keppni …

Gæðinga – og úrtökumót Borgfirðings

Gæðingamót Borgfirðings og úrtaka fyrir FM verður haldin laugardaginn 12 Júní. Keppt verður í A og B flokki gæðinga, barna, unglinga og ungmennaflokki. Búið er að opna fyrir skráningu í Sportfeng og kostar 4000 í A og B flokk en 3000 yngri flokkana. Kvittun fyrir greiðslu sendist á dorisigurkarlsson@gmail.com Pollaflokkur verður einnig á sínum stað og skráning i hann er …

Fundargerð aðalfundar 17.3.2021

Þá er hægt að finna fundargerð aðalfundar fyrir árið 2020 sem haldinn var 17. mars 2021 hér á síðunni undir „Fundargerðir og skjöl“ Þar er einnig að finna skýrslu stjórnar.

KB mótaröð – fyrsta mót

Fyrsta KB mótið af 3 verður haldið laugardaginn 13. Mars. Keppt verður í T7 í öllum flokkum úti á kynbótabrautinni. Barnaflokkur Unglingaflokkur Ungmennaflokkur 2. flokkur (minna vanir) 1. Flokkur 50 + flokkur Að þessu sinni er ekki liðakeppni en það verður einstaklingskeppni og telja öll mótin til stiga. Vegleg verðlaun frá Kaupfélagi Borgfirðinga fyrir 5 efstu sæti i hverjum flokki …

Aðalfundur 2020 – haldinn 17. Mars 2021.

Boðað er til aðalfundar Hmf. Borgfirðings miðvikudaginn 17. Mars 2021. Verður hann að þessu sinni haldinn í Hjálmakletti og hefst kl. 20. Grímuskylda er á fundinum, en þó heimilt að taka hana niður í sæti. Gætt verður sóttvarnarreglna og fundaraðstöðu skipt í sóttvarnarhólf, reglum samkvæmt. Eru fundarmenn beðnir um að virða þær reglur sem koma til með að gilda á …

Námskeið 50+

Félagsmenn hvattir til að kynna sér þetta námskeið – og fleiri námskeið verða auglýst á næstunni.