Framboð eða tilnefningar til trúnaðarstarfa

Nú styttist í það að til aðalfundar verði boðað. Reikna má með að hann verði haldinn seinni hluta nóvembermánaðar, en skv. lögum félagsins á að halda hann fyrir 1. des. Fyrir fundinn þarf að vera búið að manna allar stöður, bæði í stjórn og nefndum en um fjölmörg embætti er að ræða. Því eru félagsmenn hvattir til að bjóða sig …

Rafveita í Vind – og Selási

Eins og hesthúseigendur í Borgarnesi vita er nú verið að leggja nýja rafveitu Rarik í hesthúsahverfið og þegar nýja veitan verður tekin í notkun á næstu vikum verður gamla veita hestamanna aflögð. Rarik tekur þá við húsanotkuninni en Borgarbyggð við götulýsingunni. Framkvæmdir við nýja veitu er á forræði Borgfirðings en gegn því fékkst 50% afsláttur af heimtauga- og mælagjaldi. Stefán …

Fundur hesthúseigenda í Borgarnesi um rafmagnsmál

HESTHÚSEIGENDUR BORGARNESI Hér með er boðað til fundar með hesthúseigendum í Borgarnesi og verður hann haldinn þriðjudaginn 27. ágúst 2019 kl. 20:00 í félagsheimili Borgfirðings við Vindás Á fundinum verður gerð grein fyrir framkvæmdum, sem nú eru komnar af stað, við nýja rafveitu Rarik í hesthúsahverfinu í Borgarnesi og þeim kostnaðartölum sem nú eru þekktar og þeim kostnaði sem hesthúseigendur …

Bikarmóti Vesturlands aflýst

Því miður hefur orðið að aflýsa Bikarmóti Vesturlands sem halda átti í Búðardal laugardaginn 24. ágúst. Ástæðan er sú að skráningar voru svo fáar við lok skráningarfrests að ekki var verjandi að fara af stað með mótið. Það er ljóst að hestamanna bíður verðugt verkefni við það að greina orsakir lélegrar þátttöku hinns almenna félaga í keppnum undanfarið sem og …

Meira af rafmagni

Hesthúseigendur við Vindás og Selás athugið: Nú eru hafnar framkvæmdir við endurnýjun rafmagns í hverfinu. Þeir hesthúseigendur sem hafa skoðun á því hvar rafmagnskassar eiga að vera staðsettir utan á húsum sínum eru beðnir um að hafa samband við Stefán Inga rafvirkja í s: 898-4293 í síðasta lagi á morgun, fimmtudag.

Kynbótasýning

Nú stendur yfir lítil kynbótasýning í Borgarnesi – 22 hross voru skráð til dóms en nokkru færri hljóta fullnaðardóm. Yfirlitssýning er á morgun, fimmtudaginn 22. ágúst og hefst kl. 8:30.

Endurnýjun rafmagns í hesthúsahverfi

Uppfært 20.8.19 Endurnýjun rafmagns í Vindási og Selási. Eins og kunnugt er er á áætlun í sumar að Rarik endurnýji allar raflagnir í götum í hesthúsahverfinu í Borgarnesi. Nú eru hafnar framkvæmdir við verkið og byrjað á því að leggja streng milli hverfanna. Þess verður gætt að truflun verði sem minnst eftir því sem unnt er. Þar sem grafið verður …

Bikarmót Vesturlands 24. ágúst

Bikarmót Vesturlands verður að þessu sinni haldið í Búðardal og er um leið íþróttamót Glaðs. Mótið fer fram laugardaginn 24. ágúst næstkomandi. Opið er fyrir skráningar til kl. 20 að kvöldi 22. ágúst. Allar nánari upplýsingar er að finna á vef Glaðs og á facebook síðu félagsins. Félagar í Hmf. Borgfirðingi, sem og félagar í öðrum félögum hér á Vesturlandi …

Síðsumarsgleði Borgfirðings

Síðsumargleði Borgfirðings verður haldin þann 17. ágúst að Stóra-Kroppi. Keppt verður í góðhestakeppni og kappreiðum. Grill, gleði og stuð. Keppnin hefst klukkan 14:00. Keppnisgreinar Góðhestakeppni með firmakeppnissniði Flokkar eru eftirfarandi; Pollar teymdir Pollar sem ríða sjálfir Börn 10 – 13 ára Unglingar 14 – 17 ára Konur Karlar Kappreiðar/Skráning á staðnum Skeið 150 m Skeið 250 m Brokk 300 m …

Frá heimsmeistaramóti í Berlín

Máni Hilmarsson keppti í T2 í dag og fékk 6,38 í einkunn, hefur hann því lokið keppni á mótinu þar sem einkunn dugði ekki inn í úrslitin. Er honum óskað til hamingju með þátttöku sína á mótinu. Gústaf Ásgeir Hinriksson og Sproti f. Innri-Skeljabrekku gerðu sér lítið fyrir í F1 og komust í A úrslit með einkunnina 7.0. Knapa Sprota …