Heimsmeistaramótið í Berlín

Einn félagi okkar, Máni Hilmarsson, er meðal keppenda í landsliði Íslands á heimsmeistaramótinu í Berlín sem stendur út þessa viku. Hann keppti á hryssunni Lisbet frá Borgarnesi í fjórgangi V1 í dag og hlaut einkunnina 5,80. Hann er einnig skráður til leiks í tölti T2. Eins og kunnugt er varð hann heimsmeistari í fimmgangi F1 ungmenna á síðsata móti en …

Keppendur á Íslandsmóti

Íslandsmótið er að þessu sinni haldið í Reykjavík 2.- 7. júlí. Þegar keppendalisti mótsins er skoðaður sést að Borgfirðingur á 10 keppendur sem keppa í mismörgum greinum og flokkum. Þeir eru eftirtaldir: Barnaflokkur: Kolbrún Katla Halldórsdóttir – og V2. Kristín Eir Hauksdóttir Holaker -T3 og V2. Ungmennaflokkur: Gyða Helgadóttir skráð í F1, V1, T1, T2 og PP3 (gæðingaskeið) Opinn flokkur: …

Hætt við gæðingamótið

Því miður hefur orðið að taka þá  ákvörðun að fella niður gæðingamótið sem halda átti á laugardaginn. Þegar skráningarfrestur rann út höfðu einungis 18 skráningar skilað sér í hús. Því var ekki annað að gera en taka þessa ákvörðun. Hér verður ekki farið út í það að greina ástæður þess að ekki fleiri hafi áhuga á því að keppa á …

Gæðingamót – viðbót

Ákveðið hefur verið að bæta við gæðingamótið næsta laugardag einum keppnisflokki, flokki C. Hann er ætlaður byrjendum í keppni og segir svo um hann í lögum LH. „C flokkur gæðinga Knapi og hestur sem keppa í C flokki geta ekki líka keppt í A eða B flokki á sama móti. Ekki skal keppt í C flokki á Landsmótum. Þessi flokkur …

Gæðingamót Borgfirðings

Hestamannafélagið Borgfirðingur heldur gæðingamót sitt laugardaginn 8. júní n.k. Reiknað er með því að mótið klárist á einum degi. Keppt verður í hefðbundnum greinum gæðingamóts en nú verður einnig boðið upp á nýja grein, A flokk ungmennaflokks. Var samþykkt á LH þinginu í haust að bæta þeirri grein við. Eftirtaldir flokkar og greinar verða á gæðingamótinu. Barnaflokkur Unglingaflokkur A flokkur …

Af beitarmálum

Af beitarmálum: Fengist hefur undanþága til að sleppa fyrr í girðingar en samningur kveður á um. Er það vegna góðs árferðis en almennt líta girðingarnar vel út. Sleppa má í girðingarnar mánudaginn 3. júní. Þeir sem hugsa sér að nota skammbeitarhólf í hesthúshverfinu eru beðnir um að hafa samband við formann beitarnefndar Ólaf Þorgeirsson. Búið er að senda úr greiðsluseðla …

Netföng Hmf. Borgfirðings

Í tengslum við gerð heimasíðu félagsins hafa verið stofnuð þrjú netföng sem félagsmenn eru hvattir til að nota þegar hafa þarf samband við félagið. Eru þetta netföngin formadur@borgfirdingur.is , gjaldkeri@borgfirdingur.is og borgfirdingur@borgfirdingur.is . Síðasta netfangið endar hjá umsjónarmanni heimasíðu. Eru félagsmenn hvattir til að nota það netfang til að koma á framfæri ábendingum og fréttum/viðburðum sem eiga erindi við félagsmenn. …

Borgarverksmót Borgfirðings – Niðurstöður

Hægt er að finna niðurstöður Borgarverksmóts Borgfirðings undir tengli neðan við þessa frétt. Mótið sjálft hófst kl. 9 á laugardag og fór öll forkeppni ásamt skeiðgreinum fram þann dag. Á sunnudag hófst keppni kl. 9:30 og var riðið til úrslita í 16 greinum í 6 flokkum. Alls var því keppt í 19 mismunandi greinum þegar skeiðgreinar eru taldar með. Skráningar …

Gæðingamót Borgfirðings – til áréttingar

Framundan er gæðingamót Borgfirðings en það verður haldið laugardaginn 8. júní n.k. líkt og kemur fram í mótaskrá LH. Á gæðingamótum er það hesturinn sem keppir en ekki knapinn líkt og á íþróttamótum. Því er það skilyrði að hesturinn sé í eigu félagsmanns (A og B flokkar gæðinga) og börn, unglingar og ungmenni þurfa að vera félagsmenn og keppa á …

Borgarverkmót Borgfirðings – dagskrá sunnudags.

Borgarverksmót Borgfirðings – Dagskrá sunnudags. Tímasetningar eru miðaðar við að allt gangi ljúflega fyrir sig. Fjórgangsúrslit: Kl. 9:30 2. flokkur 1. flokkur Barnafl. Smá hlé Unglingaflokkur Ungmennaflokkur Opinn fl. V1 Hádegishlé 12:00 Fimmgangur: Kl. 12:30 flokkur Ungmennaflokkur Opinn flokkur Smá hlé Tölt: Barnaflokkur T3 Unglingaflokkur T3 Opinn fl tölt T4 Smá hlé Ungmennaflokkur T3 2.flokkur T3 1. flokkur T3 Opinn …